Fjölskylduguðsþjónusta 11. september

Fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 11. september kl. 14 en öll börn eru velkomin kl. 13:30 þar sem Kristján kórstjóri ætlar að æfa nokkur lög með börnunum til að syngja í messunni.

Séra Pétur þjónar fyrir altari, Óháði kórinn og barnakórinn sjá um tónlistina og Einar Aron verður með töfrabrögð. Eftir messu verður hoppukastali á lóðinni og boðið upp á pylsur og góðgæti.

Hlökkum til að sjá ykkur og endilega fjölmennið með börnin.