Gæludýramessa 12. febrúar

Sunnudaginn 12. febrúar kl. 14:00 verður gæludýramessa í kirkjunni okkar þar sem öll gæludýr eru velkomin. Séra Pétur þjónar fyrir altari og Óháði kórinn sér um tónlistina undir stjórn Kristjáns Hrannars kórstjóra. Barnastarf og maul eftir messu.

Tregatrúartónlistarmessa 22. janúar

Sunnudaginn 22. janúar kl. 14 verður tónlistarmessa í kirkjunni okkar.
Séra Pétur þjónar fyrir altari og Þollý og hljómsveit sjá um tónlistina.
Barnastarf og maul eftir messu. Endilega mætið til að hlusta á þetta frábæra tónlistarfólk og njóta samverunnar í mauli á eftir messu.
Hlökkum til að sjá ykkur.

Barnamessa 8. janúar

Barnamessa verður í Óháða söfnuðinum sunnudaginn 8. janúar kl. 14.00.

Séra Pétur þjónar fyrir altari og tónlistin verður að vonum skemmtileg. Sjálfskipaður barnakór undir stjórn Kristjáns Hrannars mun syngja barna- og fjölskyldusálma og leiða alla fullorðna í samsöng. Þau börn sem vilja taka þátt í söngnum eru hvött til að mæta 13:30.
Einar Aron verður með töfrabrögð og boðið upp á pylsur eftir messu.

Hlökkum til að sjá ykkur og endilega fjölmennið með börnin.

Messur um jól og áramót

Aftansöngur verður á aðfangadag kl. 18:00, hátíðarmessa á jóladag kl. 14:00 þar sem ræðumaður er Alda Jónsdóttir og aftansöngur á gamlársdag kl. 18. Séra Pétur sér um prédikun og Elín Bryndís Snorradóttir syngur ásamt kór Óháða safnaðarins undir stjórn Kristjáns Hrannars.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum komuna í kirkjuna á liðnu ári. Megi Guð gefa ykkur öllum gæfuríkt nýtt ár og ljúfar samverustundir í kirkjunni á komandi ári.

Allir hjartanlega velkomnir.