Gæludýraguðsþjónusta 9. febrúar

Sunnudaginn 9. febrúar kl. 14 verður gæludýraguðsþjónusta í Óháða
söfnuðinum. Séra Pétur þjónar fyrir altari og gæludýr eru velkomin.

Söngurinn verður helgaður dýrum, smáum sem háum.
Vox gospel sér um sönginn undir stjórn Matthíasar V.
Baldurssonar og sérstakir gestir eru Bríet Vagna og vinkonur.
Hjördís Anna sér um barnastarfið og maulið verður á sínum stað.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Tregatrúartónlistarmessa 26. janúar

Tregatrúartónlistarmessa verður 26. janúar kl. 14. Séra Pétur prédikar og blúshljómsveit Þollýar mætir en með þeim spilar Matthías kórstjóri á hammondinn.

Barnastarfið verður í umsjón Hjördísar Önnu Matthíasdóttur og Arons Ágústar Birkissonar. 

Maul eftir messu.

Öll hjartanlega velkomin.