Aðventukvöld 8. desember kl. 20.00

Aðventukvöld/endurkomukvöld verður sunnudaginn 8. desember kl. 20. Séra Pétur stýrir athöfninni og Guðrún Eggerts Þórudóttir verður ræðumaður.

Tónlistin verður frábær að vanda. Lögreglukórinn, Vox Gospel og Friðrik Karlsson sjá um tónlistina undir stjórn Matthíasar Baldurssonar kórstjóra. Drífa Nadia Thoroddsen verður með einsöng og VÆB bræðurnir Hálfdán og Matthías taka lagið.

Smákökusmakk og jólaöl.

Verið öll velkomin í þessa aðventu- og tónlistarveislu.

Rokkmessa og barnastarf

Rokkmessa verður 24. nóvember kl. 14 í Óháða söfnuðinum. Séra Pétur sér um prédikun, Rokkkór Íslands syngur undir stjórn Matthíasar kórstjóra og Sigurgeir Sigmundsson leikur á gítar með kórnum. Þeir VÆB bræður Matthías og Hálfdán sjá um barnastarfið svo það er um að gera að mæta með börnin. Eftir messu verður maulið á sínum stað að venju.

Við veljum Óháða söfnuðinn, X – fyrir rokkmessu, hlökkum til að sjá ykkur.