Nýliðaguðsþjónusta 12. maí, barnastarf og aðlalfundur

Sunnudaginn 12. maí kl. 14 verður nýliðaguðsþjónusta, barnastarf og kaffi á eftir messu. Séra Pétur þjónar fyrir altari og Lögreglukórinn sér um tónlistina undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. VÆB tvíeykið tekur lagið en þeir bræður Matthías Davíð og Hálfdán Helgi Matthíassynir sjá einnig um barnastarfið.

Hjartanlega velkomin öll í Óháða söfnuðinn.

Eftir messu og kaffi verður aðalfundur safnaðarins haldinn.