Messa 12. janúar

Gleðilegt ár, sunnudaginn 12. janúar kl. 14 verður fjölskylduguðsþjónusta þar sem öll eru hvött til að mæta í furðufötum/grímubúningum til að lífga upp á messuna. Séra Pétur prédikar, Kyndilbjört verður með einsöng og Vox gospel sér um sönginn undir stjórn Matthíasar kórstjóra.

Eftir messu verður maul.

Öll hjartanlega velkomin.

Messur um jól og áramót

Aftansöngur verður á aðfangadag kl. 18.00, hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl. 14.00 og aftansöngur á gamlársdag kl. 18.00.

Séra Pétur Þorsteinsson prédikar, Vox gospel sér sönginn undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar og Drifa Nadia Thoroddsen verður með einsöng á aðfangadag, jóladag og gamlársdag. Ræðumaður á jóladag er Matthías V. Baldursson kórstjóri og presturinn stígur í stólinn á gamlársdag.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum komuna í kirkjuna á liðnu ári. Megi Guð gefa ykkur öllum gæfuríkt nýtt ár og ljúfar samverustundir í kirkjunni á komandi ári.

Öll hjartanlega velkomin.