
Sænsk tónlistarmessa eftir Per Harling verður í Óháða söfnuðinum sunnudaginn 22. maí kl. 14, séra Pétur þjónar fyrir altari og Kristján Hrannar stýrir tónlistinni. Allir velkomnir.
Sænsk tónlistarmessa eftir Per Harling verður í Óháða söfnuðinum sunnudaginn 22. maí kl. 14, séra Pétur þjónar fyrir altari og Kristján Hrannar stýrir tónlistinni. Allir velkomnir.
Nýliðaguðsþjónusta, barnastarf og veglegur viðurgjörningur verður í 8. maí kl. 14. Séra Pétur þjónar fyrir altari og býður nýliða velkomna og Kristján Hrannar stýrir kórnum sem flytur djassaða sálma.
Ólafur tekur á móti öllum og Petra er messugutti. Allir velkomnir.
Þessi flotti hópur mætti í prúðbúinn í þjóðlaga- og þjóðbúningamessu um síðustu helgi. Takk fyrir komuna öll.
Þjóðlaga- og þjóðbúningamessa og barnastarf verður sunnudaginn 24. apríl kl. 14 og maul eftir messu. Séra Pétur þjónar fyrir altari og Kristján stýrir kórnum sem ætlar að bjóða upp á tvíundasöng að íslenskum sið í tilefni dagsins. Minnum einnig á aðalfund safnaðarins eftir messu í félagsheimili kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir.