Tregatrúartónlistarmessa 22. janúar

Sunnudaginn 22. janúar kl. 14 verður tónlistarmessa í kirkjunni okkar.
Séra Pétur þjónar fyrir altari og Þollý og hljómsveit sjá um tónlistina.
Barnastarf og maul eftir messu. Endilega mætið til að hlusta á þetta frábæra tónlistarfólk og njóta samverunnar í mauli á eftir messu.
Hlökkum til að sjá ykkur.

Barnamessa 8. janúar

Barnamessa verður í Óháða söfnuðinum sunnudaginn 8. janúar kl. 14.00.

Séra Pétur þjónar fyrir altari og tónlistin verður að vonum skemmtileg. Sjálfskipaður barnakór undir stjórn Kristjáns Hrannars mun syngja barna- og fjölskyldusálma og leiða alla fullorðna í samsöng. Þau börn sem vilja taka þátt í söngnum eru hvött til að mæta 13:30.
Einar Aron verður með töfrabrögð og boðið upp á pylsur eftir messu.

Hlökkum til að sjá ykkur og endilega fjölmennið með börnin.

Messur um jól og áramót

Aftansöngur verður á aðfangadag kl. 18:00, hátíðarmessa á jóladag kl. 14:00 þar sem ræðumaður er Alda Jónsdóttir og aftansöngur á gamlársdag kl. 18. Séra Pétur sér um prédikun og Elín Bryndís Snorradóttir syngur ásamt kór Óháða safnaðarins undir stjórn Kristjáns Hrannars.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum komuna í kirkjuna á liðnu ári. Megi Guð gefa ykkur öllum gæfuríkt nýtt ár og ljúfar samverustundir í kirkjunni á komandi ári.

Allir hjartanlega velkomnir.

Aðventukvöld/endurkomukvöld

Sunnudaginn 4. desember kl. 20:00 verður aðventukvöld/endurkomukvöld í kirkjunni. Gunnar Th. Guðnason verður ræðumaður kvöldsins, söngkonan Una Stef fetar í fótspor Mariah Carey og flytur lög af jólaplötu hennar með dyggum stuðningi Óháða kórsins undir stjórn Kristjáns Hrannars.
Smákökusmakk og jólaöl.