Gúllasguðsþjónusta 9. júní kl. 18:00

Sunnudaginn 9. júní kl. 18:00 verður gúllasmessa, séra Pétur messar og kórinn okkar Vox gospel verður á sínum stað undir stjórn Matthíasar og Hálfdán Helgi Matthíasson verður með á slagverk.

Sannkölluð tónlistartilhlökkun og veisluhöld en gúllassúpudiskurinn eftir messu verður seldur á 2700 kr. Verið öll velkomin.

Því miður erum við ekki með posa og því þarf að greiða með peningum.