Það er okkur sönn ánægja að opna kirkjuna okkar 28. febrúar kl. 14:00. Pétur messar, Kristján kórstjóri stýrir tónlistinni og maul eftir messu. Hlökkum til að hitta ykkur þó með þeim takmörkunum sem okkur eru settar og munið að hafa grímuna (vitvörnina) með því hana þurfa allir að bera nema börn fædd 2005 og síðar.
Posted inUncategorized|Comments Off on Messað verður í kirkjunni 28. febrúar
Rafræn Guðsþjónusta var í Óháða söfnuðinum í dag vegna takmarkana á messuhaldi. Séra Pétur Þorsteinsson þjónaði fyrir altari og Kristján Hrannar ásamt Tom. Voru leikin hefðbundin íslensk þorralög og sálmar ásamt því að Tom flutti frumsamið lag í lok messunar. Hægt er að nálgast messuna hér fyrir neðan.
Posted inUncategorized|Comments Off on Rafræn Guðsþjónusta í Óháða söfnuðinum
Kæru safnaðarfélagar, því miður þurfum við að fella niður messur bæði 10. og 24. janúar. Endilega fylgist með okkur á Facebook síðunni okkar en þar hafa Pétur prestur og Kristján Hrannar kórstjóri verið með stuttar helgistundir https://www.facebook.com/ohadisofnudurinn.
Eins hvetjum við alla sem á þurfa að halda að hafa samband við Pétur, hann er með viðtalstíma á mánudögum milli klukkan 18:00 og 19:00 eða eftir samkomulagi í safnaðarheimili Óháða safnaðarins og svo er líka hægt að senda honum póst eða hringja.
Ýmsar kristnar kirkjur hafa í samstarfi samþykkt starfsreglur sem taka skýrt fram að kynferðisáreitni og kynferðisofbeldi er ekki liðið.
Óháði söfnuðurinn er aðili að Fagráði og félagi um forvarnir gegn kynferðisbrotum.
Sjá vef FUFF