Aðventukvöld/endurkomukvöld

Sunnudaginn 4. desember kl. 20:00 verður aðventukvöld/endurkomukvöld í kirkjunni. Gunnar Th. Guðnason verður ræðumaður kvöldsins, söngkonan Una Stef fetar í fótspor Mariah Carey og flytur lög af jólaplötu hennar með dyggum stuðningi Óháða kórsins undir stjórn Kristjáns Hrannars.
Smákökusmakk og jólaöl.

Messa 27. nóvember

Messa verður fyrsta sunnudag í aðventu, 27. nóvember kl. 14. Pétur þjónar fyrir altari, Óháði kórinn leiðir messusöng undir stjórn Hrafnkels Karlssonar organista og flytur gamla og nýja aðventusálma úr nýju sálmabókinni. Hrafnkell flytur einnig aðventuforleik eftir J.S.Bach.
Maul eftir messu og allir velkomnir.

Bítlamessa 13. nóvember

Bítlamessa verður í kirkju Óháða safnaðarins 13. nóvember kl. 14, séra Pétur þjónar fyrir altari og látinna verður minnst.
Bragi Árnason syngur bítlalög við bakraddir Óháða kórsins um söknuð og ást undir stjórn Kristjáns Hrannars.
Maul eftir messu og allir velkomnir.

Samvera aldraðra 6. nóvember

Samvera aldraðra verður í kirkju Óháða safnaðarins sunnudaginn 6. nóvember kl. 14.
Séra Pétur þjónar fyrir altari og Dómkórinn í Reykjavík leiðir messusöng undir stjórn Kristjáns Hrannars og kynnir spennandi sálma úr nýju sálmabókinni.
Kaffi og veglegt meðlæti eftir messu.