Þollý og blúshljómsveit í góðum gír síðasta sunnudag

Takk fyrir komuna á síðasta sunnudag, Þollý og blúshljómsveit og þið öll sem lögðuð leið ykkar í kirkjuna og fylgdust með í streymi.
Hjartans þakkir fyrir vegleg framlög í kaffisjóðinn sem ákveðið var að færi til Rauða krossins til styrktar þeim sem á þurfa að halda í Úkraínu. Kirkjan bætti við sjóðinn og lögðum við 100.000 inn á söfnunina í vikunni. Hugheilar þakkir fyrir notalegan sunnudag.

Deila