Mánaðarskipt færslusafn fyrir: desember 2021

Messur um jól og áramót aðeins í streymi

Aftansöngur á aðfangadag kl. 18:00, hátíðarmessa á jóladag kl. 14:00 og aftansöngur á gamlársdag kl. 18 verða því miður aðeins i streymi og ekki tekið á móti gestum.

Þetta er gert í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum komuna í kirkjuna á liðnu ári. Megi Guð gefa ykkur öllum gott nýtt ár með von um góða heilsu og fleiri samverustundir í kirkjunni á komandi ári.

Aðventukvöld/endurkomukvöld 5. desember kl. 20:00

Óháði kórinn leikur á als oddi og syngur jólalög eftir Queen, Baggalút og David Bowie auk hefðbundnu jólasálmanna undir stjórn Kristjáns Hrannars, einsöngvari er Bragi Árnason. Sr. Hjalti Jón Sverrisson, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum, deilir jólahugvekju. Allir velkomir á meðan húsrúm leyfir, munum grímur og hugum að sóttvörnum. Við verðum með tvö sóttvarnarhólf, A í kirkjuni og B í safnaðarheimilinu ef á þarf að halda en þá þarf að ganga inn að austanverðu. Við verðum því miður að geyma smákökusmakkið.