Messur um jól og áramót aðeins í streymi

Aftansöngur á aðfangadag kl. 18:00, hátíðarmessa á jóladag kl. 14:00 og aftansöngur á gamlársdag kl. 18 verða því miður aðeins i streymi og ekki tekið á móti gestum.

Þetta er gert í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum komuna í kirkjuna á liðnu ári. Megi Guð gefa ykkur öllum gott nýtt ár með von um góða heilsu og fleiri samverustundir í kirkjunni á komandi ári.