Uppskerumessa verður 12. september kl. 14 og aðalfundur safnaðarins eftir messu

Sunnudaginn 22. ágúst fengum við Dómkórinn í heimsókn til okkar, þau hófu hauststarfið hjá okkur með fallegum söng og þökkum við þeim kærlega fyrir það.

Sunnudaginn 12. september kl. 14 verður síðan uppskerumessa, barnastarf og aðalfundur Óháða safnaðarins eftir messu. Við hvetjum alla til að mæta með smakk af uppskeru sumarsins með sér.

Hlökkum til að sjá ykkur.