Notaleg stund í kirkjunni í kvöld

Það var notaleg stund í kirkjunni í kvöld þegar Pétur messaði og Unnur Sara Eldjárn söng nokkur lög við undirleik Kristjáns kórstjóra. Kórinn var á sínum stað og svo var auðvitað maul eftir messu með kleinum og súkkulaðiköku. Takk öll fyrir komuna og sjáumst í gúllasmessunni 14. júní kl. 18:00.

Deila