Kvöldmessa í dag kl. 20:00, annan í hvítasunnu

Hvítasunnan er kirkjuhátíð sem hefst sjöunda sunnudag eftir páska til minningar um að stofnuð var kristin kirkja og heilagur andi kom yfir postulana. Í fornu máli var orðið hvítadagar notað um sunnudaginn og vikuna þar á eftir en sunnudagurinn nefndur hvítadrottinsdagurhvítasunnudagur eða drottinsdagur í hvítadögum.

Ýmiss konar hjátrú tengist hvítasunnudegi, m.a. að þann dag sé ekki ráðlegt að leggja sig þar sem slen muni þá fylgja út árið. Aðeins á hvítasunnudag mun rjúpan óhult fyrir fálkanum.

Af vef Stofnunar Árna Magnússonar 1. júní 2020.