Tónlistarmessa 27.september kl. 14

Óháði kórinn ásamt Kristjáni Hrannari mun flytja sænska tónlistarmessu eftir Per Harling sunnudaginn 27. september kl. 14.

Bragi Árnason syngur einsöng og Óskar Kjartansson spilar á trommur. Þá mun kórinn syngja í fyrsta skiptið sálminn Ætli Guð þann gangi veg, með glænýjum texta eftir Kristján Hrannar, við sænska sálmalagið Det finns en väg til himmelen, í frábærri útsetningu Anders Öhrwall.

Meðspilari í messunni verður organistinn Þórður Sigurðarson sem hefur oft komið fram með Óháða kórnum.