Messa 23. ágúst kl. 20:00

Kæru safnaðarfélagar, því miður sjáum við okkur knúin til að fella niður fyrsta viðburð vetrarins, grillið í Gufunesi, sem var á dagskrá í næstu viku. Aftur á móti verður fyrirbænaguðsþjónusta í kirkjunni þann 23. ágúst kl. 20:00 og okkur hlakkar til að hitta ykkur aftur eftir sumarið. Allir eru velkomnir með þeim varnagla þó að fjöldinn má ekki fara yfir 100 manns svo hægt sé að tryggja tveggja metra regluna á milli manna sem ekki tilheyra sömu fjölskyldu.