Mánaðarskipt færslusafn fyrir: september 2020

Tónlistarmessa 27.september kl. 14

Óháði kórinn ásamt Kristjáni Hrannari mun flytja sænska tónlistarmessu eftir Per Harling sunnudaginn 27. september kl. 14.

Bragi Árnason syngur einsöng og Óskar Kjartansson spilar á trommur. Þá mun kórinn syngja í fyrsta skiptið sálminn Ætli Guð þann gangi veg, með glænýjum texta eftir Kristján Hrannar, við sænska sálmalagið Det finns en väg til himmelen, í frábærri útsetningu Anders Öhrwall.

Meðspilari í messunni verður organistinn Þórður Sigurðarson sem hefur oft komið fram með Óháða kórnum.

Stjórn safnaðarins

Á aðalfundi í gær 13. september var kosin ný stjórn.

Björg Valsdóttir safnaðarformaður, Guðlaug Björnsdóttir ritari, Ingveldur Valsdóttir gjaldkeri, meðstjórnendur eru Jón Þorsteinn Sigurðsson, Guðjón Pétur Ólafsson, Ómar Örn Pálsson, Bjarnar Kristjánsson, Ásta Sigríður Guðjónsdóttir og Oddur Sigmunds Báruson. Við hlökkum til samstarfsins.