Tónlistarmessa

Sunnudaginn 25. nóv er tónlistarmessa kl. 14 og barnastarf á sama tíma.

Kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar sem ásamt Þorgrími Jónssyni  kontrabassaleikara og Scott McLemore  trommuleikara sjá um undirleikinn.
Einnig kemur söngkonan Agnes Björgvinsdóttir úr hljómsveitinni Þoka og syngur fyrir okkur.
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og meðhjálpari er Petra Jónsdóttir.

Allir velkomnir og maul eftir messu að venju.

 

Deila