Messur um páska

15. apríl kl. 20:30, verður kvöldvaka á föstudaginn langa. Séra Pétur þjónar fyrir altari, Kristján stýrir kórnum og ræðumaður er Elín Halldórsdóttir leikkona.

17. apríl kl. 8:00, á páskadagsmorgun verður balletttjáning í umsjón Karenar Emmu Þórisdóttur. Séra Pétur þjónar fyrir altari og aðstoðarkonsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Vera Panitch, leikur Vorið eftir Vivaldi á fiðlu við undirleik Kristjáns Hrannars organista. Óháði kórinn syngur hátíðartón Sr. Bjarna Þorsteinssonar og leiðir messusöng undir stjórn Kristjáns. Heitt súkkulaði og brauðbollur eftir messu.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.