Messa í dag 28. mars í streymi

Fermingarmessa verður sunnudaginn 28. mars kl. 14. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og Kristján Hrannar kórstjóri sér um tónlistina.
Vegna nýrra sóttvarnarreglna verður messan því miður ekki opin almenningi, aðeins fermingarbörn sem fermast og aðstandendur þeirra geta mætt. Skrá þarf nöfn, kt. og símanúmer allra þeirra sem mæta. Gestum er skylt að nota andlitsgrímur og tryggja skal 2 metra regluna. Streymt verður frá athöfninni.