Mánaðarskipt færslusafn fyrir: desember 2020

Dagskráin í desember

Kæru safnaðarfélagar, nú hefur verið ákveðið að aðventukvöldið sem er á dagskrá 6. desember verði í formi útsendingar á Facebook-síðu safnaðarins.

Aftansöngurinn á aðfangadag, hátíðarguðþjónustan á jóladag 0g aftansöngur á gamlársdag verða síðan rafrænar upptökur, aðgengilegar hér á síðu safnaðarins. Við teljum rétt að leggja okkar lóð á vogaskálarnar svo hægt verði að útrýma veirunni og því förum við þessa leið. Við hvetjum ykkur til að fylgja okkur á Facebook og hlusta á upptökurnar. Það færir okkur jólin og kærleikann heim.

Við minnum á að Pétur er til viðtals á mánudögum milli klukkan 18:00 og 19:00 eða eftir samkomulagi í safnaðarheimilinu. Einnig er hægt að senda póst á afdjoflun@tv.is eða hringja. Sími í kirkju er 551-0999, og farsími Péturs er 860-1955.

Með kveðju,
Stjórn Óháða safnaðarins