Gönguguðsþjónusta og lesmessa.

Gönguguðþjónustan laugardaginn 24.maí  og hefst með messu kl. 9 í kirkjunni. Lesmessa sunnudaginn 25. maí kl. 11.

Eiríkur Þormóðsson minnist látins leiðtoga, Guðmundar Hallvarðssonar.

 Gangan að þessu sinni verður á Arnarfell í Þingvallasveit. Fellið er móbergshryggur og er  ekki nema rúmlega 200 metra hátt. Þaðan er gott útsýni yfir Þingvelli.  Mörg fjöll blasa við eins og Esjan, Skálafell, Kjölur, Búrfell, Botnssúlur, Gagnheiði, Ármannsfell, Lágafell, Þórisjökull, Skjaldbreiður, Hrafnabjörg og Kálfstindar.
Um er að ræða ca 5 klst. gönguferð við allra hæfi með sundi, kvöldmat, söng og gamanmálum. Sundföt og önnur föt má geyma í rútunni.

Kl. 17:00 Að lokinni göngu ekur rútan með okkur að sundlauginni á Selfossi.
Kl. 19:30  Hefst veislumáltíð að Hótel Selfossi með söng og glensi.
Kl. 22  Ekið til Reykjavíkur.
Kostnaður fyrir rútu, sund, kvöldverð og skemmtun er kr. 7.000 og greiðist í reiðufé við brottför en þátttakendur hafi með sér nesti yfir daginn.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst með tölvupósti á fi@fi.is  og gefið upp nafn/nöfn. Einnig má tilkynna þátttöku til eftirtalinna nefndarmanna sem fúslega veita allar nánari upplýsingar:
Skrifstofa F.Í.                     568 2533, fi@fi.is
Eiríkur Þormóðsson              849-9895,
Magnús Konráðsson          554 4797 og 895 6833 6833
Ólöf Sigurðardóttir          553 9048 og 893 7386

 

Lesmessa sunnudaginn 25. maí kl. 11
Séra Pétur fer þá yfir messuformið og kynnir það.

 

Deila