Athafnir

Það er margt í boði hjá Óháða söfnuðinum. Hægt er að biðja séra Pétur um að skýra, ferma, gifta, blessa heimili og jarða. Kirkja safnaðarins hentar vel fyrir hverskyns athöfn af þessu tagi og er safnaðarheimilið kjörið fyrir samfélag á eftir einhverja af þessum athöfnum.

Húsblessun
Húsblessun er hluti af þjónustu okkar og er hún veitt við ýmiss konar hefðbundin tækifæri sem og óhefðbundin. Hún hefur ýmiskonar tilgang, t.d. tilað kalla inn góða orku og flæma burt óæskilega. Endilega hafið samband við Séra Pétur Þorsteinsson í síma 860-1955 til að fræðast nánar um þessa þjónustu okkar.