Safnaðarheimili

Safnaðarstjórn Óháða safnaðirns hefur ákveðið eftirfarandi fyrirkomulag fyrir árið 2022.

Safnaðarheimilið telst 2 salir á efri og neðri hæð safnaðarheimilins áfast við kirkjuna að Háteigsvegi 56. Hver salur tekur 55 manns í sæti (Stólar eru 110 alls).

  • Salerni eru niðri
  • Færanleg fatahengi, einnig fatahengi í kirkju ef salur er notaður í framhaldi af athöfn
  • Heimiliseldhús með ísskáp, bakarofni og eldavél, borðbúnaði, stórri kaffivél, kaffikönnum, kertastjökum, blómavösum og iðnaðar uppþvottavél.
  • Snyrtileg borð og stólar (13 borð/9 ferköntuð og 4 kringlótt á hvorri hæð). Stórt veisluborð á eftir hæð og 2 samsett veisluborð á neðri hæð.
  • Dúkaleiga er 700 kr á dúk, ekki innifalið í leiguverði. Leiguverð er 40.000 kr fyrir fólk utan safnaðar
    Leiguverð er 25.000 kr fyrir safnaðarmeðlimi
    Leiguverð er 10.000 kr fyrir litla hópa og smærri fundi
    Leiguverð greiðist fyrir athöfn inn á reikning safnaðrins :
  • Reikningsnúmer: 101 15 630458
  • Kennitala: 4902692749
    Vinsamlega sendið staðfestingu á kirkja@ohadi.is

Alltaf skal vera umsjónarmaður í hverri útleigu og aðstoðarmanneskja ef gestafjöldi fer yfir 45-50 manns.

  • Laun umsjónamanns og aðstoðarmanneskju (ef þarf) er 4500 kr á tímann, lágmark 4 tímar og greiðist á staðnum.
  • Umsjónamaður hellir upp á kaffi, þvær borðbúnað, gengur frá í sal og hjálpar til í samráði við leigutaka.
  • Athugið að frágangur tekur um 1.5 klukkutíma eftir að gestir eru farnir

Útleiga á kirkju er 70.000 kr aðeins kirkju EKKI safnaðarheimili. Fastir viðskiptavinir (árlegir viðburðir eða oftar) fá 20% afslátt og greiða 56.000 kr.

Upptökubúnaður:

Hægt er að leigja upptökubúnað með tæknimanni 4 tímar eru lágmark og þá greiðast 40.000 kr. fyrir skiptið. Upptökurnar hafa verið nýttar í streymi t.d. í jarðarfarir.

Kirkjuvörður er Bryndís Böðvarsdóttir
kirkja@ohadi.is
Sími: 844 1770