Galdramessa og kaffisala kórsins á sunnudaginn

Sunnudaginn 10. október kl. 14:00 verður galdramessa og vegleg kaffisala Óháða kórsins eftir messu.
Séra Pétur sér um messuhald og Óháði kórinn leiðir messusöng undir stjórn Kristjáns Hrannars organista sem mun jafnframt töfra fram galdratónlist úr hammondinum.
Einar Aron töframaður eða Einar Einstaki mun einnig koma og töfra fram einstök atriði fyrir gesti. Messan verður einnig í vefútsendingu.

Hlaðborð af alls kyns góðgæti verður á báðum hæðum, í maulinu, til styrktar Óháða kórnum. 2.000,- kr. verður rukkað fyrir alla eldri en 14 ára, 1.000,- kr. fyrir yngri kynslóðina, frítt fyrir allra yngstu börnin. Gott að hafa með sér pening því við erum ekki með posa.

Hlökkum til að sjá ykkur.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.