Messur 1. og 8. nóvember falla niður

Kæru safnaðarfélagar, því miður þurfum við að fella niður messur bæði 1. og 8. nóvember. Endilega fylgist með okkur á Facebook síðunni okkar en þar hafa Pétur prestur og Kristján Hrannar kórstjóri verið með stuttar helgistundir https://www.facebook.com/ohadisofnudurinn.

Eins hvetjum við alla sem á þurfa að halda að hafa samband við Pétur, hann er með viðtalstíma á mánudögum milli klukkan 18:00 og 19:00 eða eftir samkomulagi í safnaðarheimili Óháða safnaðarins og svo er líka hægt að senda honum póst eða hringja.

Pétur Þorsteinsson: afdjoflun@tv.is
Sími  kirkju: 551 0999   gsm: 860 1955

Munið að hafa kærleikann að leiðarljósi, hugsum vel um okkur og okkar nánustu, við þurfum öll á því að halda.

Deila