60 ára vígsluafmæli í Óháða söfnuðinum

Afmælis fagnaður á sunnudaginn kl 14:00

Óháði söfnuðurinn heldur upp á 60 ára vígsluafmæli næsta sunnudag 28. apríl. Af því tilefni verður tilraunamessa hjá okkur og barnastarf í kirkjunni. Allir hjartanlega velkomnir og viðamikill viðurgerningur í maulinu á eftir. 

Sr. Pétur Þorsteinsson mun predika og þjóna fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir.  Katrín Arndísardóttir tekur lög með Trúbrot ásamt Óháða kórnum og hljómsveit undir stjórn Kristjáns Hrannars. Kristín Aldís Markúsdóttir syngur einsöng. 

Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum við kirkjudyrnar.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.