Mánaðarskipt færslusafn fyrir: mars 2019

Fermingarguðsþjónusta og barnastarf sunnudaginn 24. mars kl. 14:00

Prestur sr. Pétur Þorsteinsson. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Óháði kórinn leiðir messusvör og söng undir stjórn Kristjáns Hrannars. Fermd verða tvö ungmenni. Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum. Athugið að ekki verður boðið upp á maul á eftir athöfninni.

<div id="fb-root"></div>
<script async defer crossorigin="anonymous" src="https://connect.facebook.net/en_GB/sdk.js#xfbml=1&version=v3.2"></script>

Sveinn Kjarval 100 ára

Sveinn Kjarval
Sveinn Kjarval

Sveinn Kjarval (1919 – 1981) var frumkvöðull í húsgagna- og innanhússhönnun á Íslandi.

Í tilefni af því að eitthundrað ár eru liðin frá fæðingu hans miðvikudaginn 20. mars nk. mun Dr. Arndís S. Árnadóttir flytja fyrirlestur um verk hans og störf. Fyrirlesturinn fer fram í kirkju Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56 en Sveinn hannaði meðal annars kirkjubekkina í þessa fallegu kirkju.

Fyrirlesturinn fer fram miðvikudaginn 20. mars kl. 20.00 og er í boði Hönnunarsafns Íslands.