Gönguguðsþjónusta 10. júní kl. 9:00

Sr. Pétur þjónar fyrir altari og meðlimir úr Graduale Nobili syngja undir stjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar.  Ólafur Kristjnsson tekur á móti kirkju-gestum.

Sérstök skilaboð frá stjórn Hornstrandafara varðandi gönguna:

Þeir sem ætla í gönguna á eftir safnast saman í Mörkinni 6 kl. 10:00.
Að þessu sinni verður gengið í Andakíl í Borgarfirði undir leiðsögn heimamanns. Ekið verður upp að Hesti í Andakíl, en þar er rekið ríkisbú fyrir rollur.

a) Gengið út með Hesthálsinum og upp á Hestfjallið að norðanverðu. Farið verður niður af fjallinu að sunnanverðu og gengið í gegnum lönd Mið–Fossa og Syðstu-Fossa að Andakílsárvirkjun – einni mest afskrifuðu virkjun í landinu. Þetta svæði hefur verið mikið í fréttum undanfarið.

b) Einnig er hægt að ganga meðfram fjallinu þ.e. láglendisgöngu og að Mið–Fossum.

Gangan tekur um 4 til 5 tíma.

Síðan er stefnan tekin á Hreppslaug og þar tekur við pottasull og spjall. En áður má búast við óvæntri uppákomu !

Eftir það liggur leiðin í Sumarbúðir í Ölveri en þar verður snæddur tveggja rétta kvöldverður.

Verð mun ráðast af þátttöku og getur verið á bilinu 6500.- – 7500.- kr. (20 manns) og greiðist að venju í reiðufé.

Vinasamlega tilkynnið þátttöku í göngunni með því að senda póst á netfangið: gmg@ormstunga.is

 

Deila