Nú fer barnastarfið í kirkjum landsins að hefjast. Hvetjum ykkur til að smella á krækjuna fyrir neðan myndina og kíkja á efnið á síðunni.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: ágúst 2017
Kvöldmessa/fyrirbænaguðsþjónusta 27. ágúst 2017 kl. 20:00
Fyrsta messa eftir sumarfrí.
Séra Pétur Þorsteinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Árni Heiðar Karlsson leiðir almennan safnaðarsöng.
Meðhjálpari er Petra Jónsdóttir og Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.
Kallað verður eftir fyrirbænum úr kirkju en einnig er hægt að senda nöfn á netfangið afdjoflun@tv.is
Maul eftir messu
Allir velkomnir
Fjölskylduhátíð í Guðmundarlundi 23. ágúst kl. 18:00
Miðvikudaginn 23. ágúst, eru allir hvattir til að mæta í Guðmundarlund með stórfjölskylduna og skemmta sér í fallegu umhverfi með góðum hópi vina og vandamanna. Mæting er kl. 18.00 og eru næg bílastæði þarna. Grillaðar pylsur verða í boði safnaðarins ásamt drykkjum og séra Pétur mun stjórna fjöldasöng eins og honum einum er lagið. Guðmundarlundur er fyrir ofan Kórahverfið í Kópavogi og er farið upp með hesthúsabyggðinni, stefnið á Kórinn nýja íþróttahúsið en nánari lýsing fæst ef smellt er beint á viðburðinn hér til hægri á síðunni undir liðnum: Á döfinni.