
Sunnudaginn 23. janúar kl. 14 verður tregatrúartónlistarmessa í Óháða söfnuðinum. Pétur prestur þjónar og blússveitin Þollý ætlar að leika nokkur létt lög. Þetta verður tónlistarveisla en því miður aðeins vefmessa.
Vigdís, 7 ára og Helgi, 5 ára, syngja sunnudagaskólalögin. Séra Pétur Þorsteinsson leggur út af guðspjallstexta dagsin.