Velkominn til starfa Matthías

Við bjóðum nýjan starfsmann velkominn til starfa. Matthías Vilhjálmur Baldvinsson er nýr organisti og kórstjóri hjá okkur, við hlökkum til samstarfsins. Matthías er mikill reynslubolti þegar kemur að hljóðfæraleik og kórstjórn svo við erum spennt heyra hvað hann hefur upp á að bjóða í tónlistinni í messunum hjá okkur.

Takk fyrir samstarfið Kristján

Í dag var síðasti starfsdagur okkar ágæta organista og kórstjóra Kristjáns Hrannars. Um leið og við þökkum honum fyrir frábært starf þá óskum við honum velfarnaðar í nýju starfi. Hér er ein mynd af honum á hans fyrstu starfsdögum að taka á móti Hammondinum og prufukeyra gripinn. Takk fyrir samstarfið Kristján.