Barnabók um stofnfélaga Óháða safnaðarins

Bókin Fríða og Ingi bróðir eftir Steindór Ívarsson kom út nýlega. Bókin fjallar um systkinin Fríðu og Inga en foreldrar þeirra Þórarinn Jónsson, sem lengi var
dyravörður kirkjunnar, og kona hans Guðrún Kristín Sigurjónsdóttir, sem var virk í kvenfélagi kirkjunnar, eru stofnfélagar Óháða safnaðarins.

Ingi er betur þekktur sem Valdimar Ingi Þórarinsson en hann starfaði lengi sem gjaldkeri safnaðarins og Fríða sem Hólmfríður Þórarinsdóttir en hún hefur bakað ófáar hnallþórur fyrir ýmsar uppákomur í kirkjunni.

Bókin gerist árið 1950 í Reykjavík og er ríkulega myndskreytt í anda þess tíma af kanadíska listamanninum Vajihe Golmazari . Þeir sem hafa áhuga á að kaupa bókina geta sent skilaboð á steindor.ivarsson@gmail.com eða haft samband í síma 6636266.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Barnabók um stofnfélaga Óháða safnaðarins

Dagskráin í desember

Kæru safnaðarfélagar, nú hefur verið ákveðið að aðventukvöldið sem er á dagskrá 6. desember verði í formi útsendingar á Facebook-síðu safnaðarins.

Aftansöngurinn á aðfangadag, hátíðarguðþjónustan á jóladag 0g aftansöngur á gamlársdag verða síðan rafrænar upptökur, aðgengilegar hér á síðu safnaðarins. Við teljum rétt að leggja okkar lóð á vogaskálarnar svo hægt verði að útrýma veirunni og því förum við þessa leið. Við hvetjum ykkur til að fylgja okkur á Facebook og hlusta á upptökurnar. Það færir okkur jólin og kærleikann heim.

Við minnum á að Pétur er til viðtals á mánudögum milli klukkan 18:00 og 19:00 eða eftir samkomulagi í safnaðarheimilinu. Einnig er hægt að senda póst á afdjoflun@tv.is eða hringja. Sími í kirkju er 551-0999, og farsími Péturs er 860-1955.

Með kveðju,
Stjórn Óháða safnaðarins

Posted in Uncategorized | Comments Off on Dagskráin í desember

Hundleiðinleg fermingarfræðsla – eða þannig

Sr. Pétur Þorsteinsson skrifar:

Fermingarfræðslan hefur verið þannig hjá mér, allt frá í upphafi, að ég byrjaði hérna í Óháða – að fermingarhópurinn hefur farið heim til krakkanna til skiptis. Verið þar hjá foreldrum og forráðamönnum. Færa kirkjuna heim til heimilanna þar með í leiðinni. Gerlegt að hlusta á fræðsluna þar með.

Hefur þetta mælst vel fyrir, þar sem í rýniritinu, sem ég læt krakkana útfylla í lok Prestaskólans, sem ég kalla fermingarfræðsluna, þá hefur ein spurningin verið sú: Hvað fannst þér best / verst við Prestaskólann og oftast hefur verið sagt best: “Drekkutíminn”. Fræðslan fer fram milli 15:00 og 17:00 laugardagana á undan messudögunum. Þegar komið er að drekkutímanum kl. 4:14, þá koma veitingar sem mæðurnar sjá yfirleitt um. Það og þar er mitt uppáhald, tertur með himneskri hamingju, rjóma 🙂

Þá dreg mig í hlé, leyfi kökkunum að vera einum í stofunni, en ég fer inn í eldhúsið og kjafta við húsráðendur. En núna undanfarið vegna veiruvitleysunnar, þá hefur fermingarfræðslan farið fram á netinu. Eins konar Zoomkoma í stað samkomu með krökkunum á heimilum þeirra.

Þá vantar þetta nærsamfélag, sem gefst með krökkunum og þess vegna er þetta hundleiðinlegt að þurfa að hafa þennan háttinn á. Til þess að detta ekki alveg út úr tengslum við foreldrana og forráðamenn og viðkomandi fermingarbarn, þá hefi ég farið heim til þeirra og haft útsendinguna þaðan. Og hvað haldið þið? Ævinlega fengið heimabakaða tertu með himneskri hamingju, þannig að ég hlakka óumræðilega mikið til þessa undarlega fremingarfræðslufyrirkomulags þessa dagana samt sem áður 🙂

Kv. Pétur

Posted in Uncategorized | Comments Off on Hundleiðinleg fermingarfræðsla – eða þannig

Tiltekt á skrifstofu Péturs

Þið sem þekkið Pétur prest vitið að hann veit ekkert betra en hnallþórur með mikið af „himneskri hamingju.“ Þetta veit hún Alda kirkjuvörður og bauð honum upp á eina slíka í skiptum fyrir tiltekt á skrifstofunni, en hún er með allar klær úti, að taka til í einverunni 🙂

Posted in Uncategorized | Comments Off on Tiltekt á skrifstofu Péturs