Category Archives: Fréttir

Jazzmessa 23. október kl. 14

Close-up of piano keyboard. Close frontal view

Pétur prestur þjónar fyrir altari, Kristján og Óháði kórinn verða í jazzgír og leiða jazzaðan sálmasöng sérstaklega útsetta af Þórði Sigurðarsyni. Óskar Kjartansson verður á trommum og Kristján Hrannar á Hammond. Ragnar Gunnarsson kemur frá Kristniboðssambandinu. Barnastarf og maul eftir messu. Allir velkomnir.

Galdramessa og kaffisala

Galdramessa verður sunnudaginn 9. október kl. 14:00. Séra Pétur þjónar fyrir altari, Kristján sér tónlistina og Óháði kórinn um sönginn. Gunnar Kr. Sigurjónsson töframaður mætir og töfrar fram galdra. Eftir messu verður kaffisala Óháða kórsins.

Allir hjartanlega velkomnir.

Fjölskylduguðsþjónusta 11. september

Fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 11. september kl. 14 en öll börn eru velkomin kl. 13:30 þar sem Kristján kórstjóri ætlar að æfa nokkur lög með börnunum til að syngja í messunni.

Séra Pétur þjónar fyrir altari, Óháði kórinn og barnakórinn sjá um tónlistina og Einar Aron verður með töfrabrögð. Eftir messu verður hoppukastali á lóðinni og boðið upp á pylsur og góðgæti.

Hlökkum til að sjá ykkur og endilega fjölmennið með börnin.