Sunnudaginn 12. nóvember kl. 14 verður bítlamessa. Séra Pétur þjónar fyrir altari og látinna verður minnst. Sönghópurinn Raddadadda sér um tónlistina undir stjórn Matthíasar kórstjóra. Maul eftir messu. Verið öll velkomin.
Samvera aldraðra verður sunnudaginn 5. nóvember kl. 14. Séra Pétur sér um samveruna en Edda Andrésdóttir er ræðumaður dagsins. Lögreglukórinn sér um tónlistina undir stjórn Matthíasar kórstjóra. Kaffi og sparimaul eftir samveruna.