Allar færslur eftir Agust 1984

Guðsþjónusta og barnastarf – látinna minnst.

Sunnudaginn 11.nóvember kl.14

verður guðsþjónusta þar sem látinna er minnst.
Barnastarfið á sama tíma.
Hulda Garðarsdóttir tekur hlé frá sýningum á Il Trovatore og syngur fyrir kirkjugesti á þessum sunnudegi ásamt Árna Heiðari organista sem spilar á píanó.
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og meðhjálpari er Petra Jónsdóttir.
Kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.

Maul eftir messu og eru allir velkomnir.

 

 

 

Samvera aldraðra

Sunnudaginn 4 nóvember kl. 14

verður  samvera aldraðra í kirkjunni okkar.
Séra Pétur sér um athöfnina og gestir okkar verða tveir söngvarar úr söngskóla Sigurðar Demetz.
Árni Geir Sigurbjarnason og Anna Guðrún Jónsdóttir syngja fyrir okkur við undirleik Árna Heiðars Karlssonar.

Á eftir verður boðið uppá veitingar í safnaðarheimilinu.

Allir velkomnir að njóta stundarinnar saman.