Allar færslur eftir Agust 1984

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár.

Safnaðarstjórnin sendir ykkur bestu óskir um gleðilegt ár og þakkir fyrir það liðna.
Megi árið 2013 verða gott ár fyrir kirkjuna og söfnuðinn okkar.

Þökkum öllum þeim sem hafa greitt valgreiðslukröfuna,  sem kirkjan sendi út í fyrsta skipti á liðnu ári og er fyrir viðhaldi kirkjunar.
Enn er hægt að greiða þessar valgreiðslukröfur í heimabönkunum og einnig er hérna reikningsnúmerið ef þið viljið leggja okkur lið við endurbætur og viðhald á kirkjunni okkar.

Reikningur í Arion-banka: 0327-26-490269   kt: 490269-2749

Tónlistarmessa

Sunnudaginn 25. nóv er tónlistarmessa kl. 14 og barnastarf á sama tíma.

Kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar sem ásamt Þorgrími Jónssyni  kontrabassaleikara og Scott McLemore  trommuleikara sjá um undirleikinn.
Einnig kemur söngkonan Agnes Björgvinsdóttir úr hljómsveitinni Þoka og syngur fyrir okkur.
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og meðhjálpari er Petra Jónsdóttir.

Allir velkomnir og maul eftir messu að venju.