Allar færslur eftir Agust 1984

Fréttir frá aðalfundi

Aðalfundur safnaðarins fór fram 12 maí í Kirkjubæ.
Eftir að skýrslur voru fluttar og reikningar lagðir fram og samþykktir kom að kjöri í stjórn safnaðarins.
Formaður, gjaldkeri og ritari voru endurkjörin einróma.
Hreggviður Daníelsson sem hefur setið í stjórn í rúm 20 ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Þuríður Pálsdóttir kosin inn í stjórn í hans stað, Sigurjón og Guðrún Halla gáfu kost á sér áfram og voru endurkjörin einróma.
Ragnar K Kristjánsson og Bjarni Jónsson voru kosnir aftur sem skoðunarmenn reikninga og Hólmfríður Guðjónsdóttir sem varamaður

.

Stjórn safnaðarins 2013-2014 ásamt séra Pétri.

Safnaðarstjórn 13-14

Eiður Haraldsson formaður
Valdimar Ingi Þórarinsson gjalderi
Guðlaug Björnsdóttir ritari
Sigurjón Ívarsson
Guðrún Halla Benjamínsdóttir
Helga Hansdóttir
Laufey Waage
Örn Zebitz
Þuríður Pálsdóttir

Jassmessa

Jassmessa sunnudaginn 28. apríl kl. 14 og barnastarf á sama tíma.

Kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar sem ásamt Þorgrími Jónssyni  kontrabassaleikara og Scott McLemore  trommuleikara sjá um undirleikinn.
Einnig kemur Bjöllukór tónstofu Valgerðar og leikur fyrir okkur.

Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og meðhjálpari er Petra Jónsdóttir.

Allir velkomnir og maul eftir messu að venju.

Aðalsafnaðarfundurinn verður svo 12 maí.