Fréttir frá aðalfundi

Aðalfundur safnaðarins fór fram 12 maí í Kirkjubæ.
Eftir að skýrslur voru fluttar og reikningar lagðir fram og samþykktir kom að kjöri í stjórn safnaðarins.
Formaður, gjaldkeri og ritari voru endurkjörin einróma.
Hreggviður Daníelsson sem hefur setið í stjórn í rúm 20 ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Þuríður Pálsdóttir kosin inn í stjórn í hans stað, Sigurjón og Guðrún Halla gáfu kost á sér áfram og voru endurkjörin einróma.
Ragnar K Kristjánsson og Bjarni Jónsson voru kosnir aftur sem skoðunarmenn reikninga og Hólmfríður Guðjónsdóttir sem varamaður

.

Stjórn safnaðarins 2013-2014 ásamt séra Pétri.

Safnaðarstjórn 13-14

Eiður Haraldsson formaður
Valdimar Ingi Þórarinsson gjalderi
Guðlaug Björnsdóttir ritari
Sigurjón Ívarsson
Guðrún Halla Benjamínsdóttir
Helga Hansdóttir
Laufey Waage
Örn Zebitz
Þuríður Pálsdóttir