Allar færslur eftir Agust 1984

ATHUGIÐ BREYTTA MESSUTÍMA Á AÐFANGA-OG JÓLADAG:

aðventukransAðfangadagur, aftansöngur kl. 16
Sr. Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari. Jóhann Nardau leikur á trompet. Íris Björk Gunnarsdóttir syngur einsöng. Graduale Nobili syngur undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.  Allir velkomnir.

Hátíðaðarguðsþjónusta kl. 12 á jóladag.
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari. Matthías Nardeau óbóleikari spilar Helga Hansdóttir er ræðumaður dagsins Graduale Nobili syngur undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.  Ólafur Kristjánsson tekur á móti öllum.

Guðsþjónusta og barnastarf n.k. sunnudag kl. 14:00

christian-crossNæsta guðsþjónusta verður, þann 27. nóvember klukkan 14:00
Barnastarfið verður á sínum stað á sama tíma. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og messugutti er Petra Jónsdóttir. Gideonfélaginn Páll Skaftason predikar og kynnir starfsemi félagsins á afhendingu Nýja testamentisins. Graduale Nobili leiðir sálmasönginn og messusvörin undir stjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar. Ólafur Kristjánsson, mun taka vel á móti öllum. Maul eftir messuna.