Mánaðarskipt færslusafn fyrir: apríl 2021

Messa 11. apríl

Fermingarmessa verður sunnudaginn 11. apríl kl. 14. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og Kristján Hrannar kórstjóri sér um tónlistina.
Vegna sóttvarnarreglna verður messan því miður ekki opin almenningi, aðeins fermingarbörn sem fermast og aðstandendur þeirra geta mætt. Gestum er skylt að nota andlitsgrímur og tryggja skal 2 metra regluna. Streymt verður frá athöfninni.

Gleðilega Páska

Páskadagsmessan er nú send út frá Óháða söfnuðinum vegna þeirra tíma sem nú ganga yfir samfélagið. Gott er að hita súkkulaði og taka fram brauðbollurnar og horfa svo hér á messuna á meðan gætt er á veitingum.