Mánaðarskipt færslusafn fyrir: nóvember 2017

Guðþjónusta og barnastarf 12. nóvember kl. 14:00

Sunnudaginn kemur, 12. nóvember kl 14:00 verður látinna minnst.

Barnastarfið verður á sínum stað í umsjón Heiðbjartar og Markúsar.

Séra Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir altari og meðhjálpari er Petra Jónsdóttir.

Félagar úr Fjárlaganefnd leiða messusvör og sálmasöng undir stjórn organistans, Árna Heiðars Karlssonar.
Ólafur Kristjánsson mun taka vel á móti öllum.
Maul eftir messu.

Athugið að hægt er að senda inn nöfn þeirra sem minnast á, á netfangið afdjoflun@tv.is en þá þarf helst að senda inn sem fyrst eða fyrir sunnudaginn.

Samvera aldraðra sunnudaginn 5. nóvember kl. 14:00

Sr. Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og messugutti er Petra Jónsdóttir.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, félagi í Gráa hernum, flytjur hugvekjuna.

Organisti er Árni Heiðar Karlsson. Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.
Allir velkomnir, ungir sem aldnir.
Viðurgerningur og meiri samvera í safnaðarheimili í boði stjórnar eftir samveruna í kirkjunni.