Dagskipt færslusafn: 22/12/2014

Messuhald um jól og áramót.

Aftansöngur á aðfangadag kl.18                                            3 englar á grein

Kór safnaðarins flytur hátíðartóna Bjarna Þorsteinssonar undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organista.
Séra Pétur Þorsteinsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Anna Jónsdóttir sópran og  Sophie Schoonjans hörpuleikari spila frá 17:30 – 18:00 og einnig í messunni.

Hátíðarmessa á jóladag kl. 14

Kór safnaðarins flytur hátíðartóna Bjarna Þorsteinssonar undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organista.
Hlíf Sigurjónsdóttir leikur á fiðlu.
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari.
Kristinn B Þorsteinsson  er ræðumaður dagsins.

Aftansöngur á gamlársdag kl.18

Kór safnaðarins flytur hátíðartóna Bjarna Þorsteinssonar undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organisti. Örnólfur Kristjánsson spilar á selló.
Séra Pétur Þorsteinsson prédikar og þjónar fyrir altari.