Tónlistarmessa og aðalfundur safnaðarins.

Tónlistarmessa kl. 14 og barnastarf á sama tíma.

Kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar sem ásamt Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara og Erik Qvick trommuleikara sjá um undirleikinn.
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og meðhjálpari er Petra Jónsdóttir.
Að lokinni messu verður aðalfundur safnaðarins haldinn á efri hæð Kirkjubæjar. Safnaðarfólk hvatt til að mæta og taka þátt í starfsemi safnaðarins. Sjá dagskrá hér neðar á síðunni.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.