Aðalfundur Óháða safnaðarins 24. apríl kl. 15:15

Við minnum á aðalfund Óháða safnaðarins sem haldinn verður eftir messu og maul þann 24. apríl kl. 15:15 í safnaðarheimilinu.

Dagskrá aðalfundar:

 1. Fundur settur
 2. Kjör fundarstjóra og fundarritara
 3. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og lögð fram til samþykktar
 4. Skýrsla formanns
 5. Skýrsla gjaldkera
 6. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar
 7. Lagabreytingar
 8. Kosning formanns, ritara og gjaldkera
 9. Kosning þriggja stjórnarmanna
 10. Kosning tveggja skoðunarmanna og varamanns
 11. Önnur mál
 12. Fundi slitið

Galdramessa 13. mars kl. 14 og kaffisala á eftir

Pétur þjónar fyrir altari, Kristján stýrir kórnum og Bragi Árnason einsöngvari töfrar fram bítlalög af plötunni Magical Mystery Tour. Það verður líf og fjör, Pétur sýnir töfrabrögð og 5 og 6 ára börn fá afhentar bækur. Eftir messuna verður veglegt kaffihlaðborð til styrktar Bjargarsjóði, 2000 kr. fyrir fullorðna og 1000 kr. fyrir börn.
Hlökkum til að sjá ykkur og njóta samverunnar með ykkur og börnunum sem eru sérstaklega velkomin.

Þollý og blúshljómsveit í góðum gír síðasta sunnudag

Takk fyrir komuna á síðasta sunnudag, Þollý og blúshljómsveit og þið öll sem lögðuð leið ykkar í kirkjuna og fylgdust með í streymi.
Hjartans þakkir fyrir vegleg framlög í kaffisjóðinn sem ákveðið var að færi til Rauða krossins til styrktar þeim sem á þurfa að halda í Úkraínu. Kirkjan bætti við sjóðinn og lögðum við 100.000 inn á söfnunina í vikunni. Hugheilar þakkir fyrir notalegan sunnudag.