Dagskipt færslusafn: 06/07/2022

Kirkjuvörður – hlutastarf

Óháði söfnuðurinn óskar eftir kirkjuverði í 50% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um miðjan ágúst eða í byrjun september 2022.

Við leitum að samviskusömum, jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi sem einnig er góður í mannlegum samskiptum. Vinnutími er sveigjanlegur.

Meðal verkefna:

  • Dagleg umsjón með kirkju
  • Móttaka á fólki
  • Dagleg þrif
  • Umsjón með eldhúsi og útleigu á kirkju og félagsheimili

Umsóknarfrestur er til 2. ágúst 2022.

Umsóknir sendist á stjorn@ohadi.is