Messan 25. apríl í streymi og aðalfundi frestað

Kæru safnaðarfélagar, ákveðið hefur verið að fresta aðalfundi safnaðarins sem vera átti eftir messu 25. apríl og messan verður aðeins í streymi. Fundurinn verður haldinn í haust en nánari dagsetning verður auglýst síðar.

Vonandi fer svo að vora hjá okkur með hækkandi sól svo við getum tekið á móti ykkur í kirkjunni. Guð gefi ykkur góðar stundir.