Mánaðarskipt færslusafn fyrir: febrúar 2020

Líf og fjör í afmælismessunni

Mikið fannst okkur gaman í afmælismessunni, kærar þakkir öll fyrir komuna. Sérstaklega viljum við þó þakka Guðna forseta fyrir að gefa sér tíma til að vera með okkur, Baldri fyrrverandi presti Óháða safnaðarins fyrir að tala til okkar, Jóni Svavari Jósefssyni fyrir söng og leik og Kristjáni kórstjóra og Óháða kórnum fyrir þeirra þátttöku í messuni. Fjallað var um viðburðinn á vefsvæðinu forseti.is.

Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að sjá fleiri myndir frá afmælinu.

Lesa áfram Líf og fjör í afmælismessunni

70 ára afmælisguðsþjónusta – Afmælisveisla eftir messu

Við eigum 70 ára afmæli og ætlum við að halda upp á það með veglegum hætti í dag og bjóðum til mikillar veislu.

Pétur Þorsteinsson mun sjá um afmælismessuna en Baldur Kristjánsson fyrrverandi prestur Óháða safnaðarins verður ræðumaður.

Barnastarf verður í messunni fyrir þau börn sem mæta.

Söngvarinn Jón Svavar Jósepsson mun syngja og leika á alls oddi en Óháði kórinn verður í sérstöku hátíðarskapi í sálmasöng og messusvörum allt undir stjórn Kristjáns Hrannars.

Í tilefni afmælisins verður veglegur viðurgerningur eftir messuna, kaffi og kökur en kirkjugestir eru velkomnir að setjast niður og fagna þessum tímamótum með okkur.

Allir hjartanlega velkomnir.

Þeir sem stofnuðu Óháða á sínum tíma og muna eftir upphafsmönnunum eru sérstaklega hvattir til að mæta til messu og samgleðjast þeim, sem yngri eru og segja frá upphafsárunum kirkjunnar í maulinu á eftir.