Uppskerumessa og barnastarf

Mynd fengin frá www.gotteri.is

Uppskerumessa og barnastarf verður í Óháðu kirkjunni sunnudaginn 22. september 2019 kl 14:00. Messugestir eru hvattir til að koma með eitthvað af uppskeru sumarsins til messu til að hafa í maulinu eftir Guðsþjónustuna.

Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og prédikar, inntak boðskapar dagsins verður meðtekning kærleika Krists. Óháði kórinn sér um messusöng og er Kristján Hrannar við orgelið og stýrir söng. Leikin verður haustleg tónlist um grænmeti og uppskeru, allt frá Neil Young til Dýranna í Hálsaskógi.

Messugutti er Petra Jónsdóttir og mun Ólafur Kristjánsson taka vel á móti öllum í anddyri kirkjunnar. Messugestir munu sjá um maulið og eru eins og áður sagði hvattir til að koma með eitthvað af uppskeru sumarsins til að bjóða upp á eftir Guðsþjonustuna.