Jazzmessa í Óháða söfnuðinum

Jazzmessa verður í Óháða söfnuðinum á sunnudaginn 26. og mun Sr. Pétur Þorsteinsson predika og þjónar fyrir altari. Jazztríóið Funi verður á staðnum og leikur sjóðandi jazz undir stjórn Kristjáns Hrannars. Óháði kórinn leiðir messusöng.

Messugutti verður Petra Jónsdóttir og Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum við kirkjudyrnar.

Maul verður eftir messu í Kirkjubæ að vanda.