Óháði kórinn undir stjórn Kristjáns Hrannars flytur latin-tónlistarmessu ásamt hljómsveit. Á kontrabassa spilar Sigmar Þór Mattíasson og Óskar Kjartansson á trommur. Sr. Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Barnastarfið verður á sínum stað. Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum. Hlökkum til að eiga með ykkur notalega samverustund í messunni og maulinu á eftir.
-
Kirkjur gegn kynferðisofbeldi
Ýmsar kristnar kirkjur hafa í samstarfi samþykkt starfsreglur sem taka skýrt fram að kynferðisáreitni og kynferðisofbeldi er ekki liðið. Óháði söfnuðurinn er aðili að Fagráði og félagi um forvarnir gegn kynferðisbrotum. Sjá vef FUFF