Endurkomukvöld sunnudaginn 9. desember kl. 20:00

Aðventukvöld Óháða safnaðarins verður haldið að vanda annan sunnudag í aðventu. Ræðumaður kvöldsins er Guðrún Nordal og munu nemendur LHÍ í kórstjórn syngja jólalög undir stjórn Kristjáns Hrannars.

Fermingarbörn færa okkur ljósið og eftir stundina býður safnaðarstjórnin upp á smákökusmakk.

Við hlökkum til að sjá ykkur og njóta skemmtilegrar kvöldstundar saman á aðventunni og smakka á smákökunum í maulinu á eftir, allir hjartanlega velkomnir

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.