Guðsþjónusta og barnastarf 11. nóv. kl. 14:00

Ath. Látinna verður minnst í messunni og hægt er að senda inn nöfn þeirra sem minnast á, á netfangið afdjöflun@tv.is sem fyrst eða fyrir sunnudaginn.
Séra Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir altari og meðhjálpari er Petra Jónsdóttir.
Barnastarfið verður á sínum stað í umsjón Heiðbjartar og Markúsar. Gestakór heimsækir kirkjuna (söngvinir) og mun leiða messusvör og sálmasöng og syngja undir stjórn organistans, Kristjáns Hrannars Pálssonar.
Ólafur Kristjánsson mun taka vel á móti öllum og boðið verður upp á maul eftir messu.