Tónlistarmessa 13. september kl. 14:00

Barnastarfið hefst í messunni n.k. sunnudag og verður barnaleikritið „Ævintýri Jónatans og Pálu“ með stoppleikhópnum sýnt. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Kórinn leiðir sálmasöng undir stjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar og með honum verða Þorgrímur Jónsson á kontrabassa, og Scott McLemore á trommur . Skráveifan, Ólafur Kristjánsson, mun taka vel á móti öllum. Maul eftir messu.