Gönguguðsþjónustan

Gönguguðþjónustan laugardaginn 8.júni og hefst með messu kl. 9 í kirkjunni.

Vorferð Hornstrandafara 8. júní n.k.   Gengið verður  frá Höskuldarvöllum um 12 km leið gegnum hraunið niður á þjóðveg fyrir ofan Selatanga. Á leiðinni verða skoðaðar margar náttúruminjar undir leiðsögn Reynis Ingibjartssonar. Hækkun er nánast engin. Þægileg ganga í 4-5 tíma. Lagt verður af stað frá F.Í., Mörkinni 6, kl. 10:00 en frá kirkju Óháða safnaðarins kl. 9:45 eftir messu.
Að göngu lokinni bíða heitir pottar og sund í Sundlaug Grindavíkur en samist hefur um að hafa laugina opna alveg sérstaklega fyrir okkur.  Stutt verður að stökkva í kvöldverðinn sem að sjálfsögðu verður í Salthúsinu við hliðina á sundlauginni


Matseðill:  
Súpa dagsins með brauði, grillað lambalæri og meðlæti, súkkulaðifondant með rjóma og kaffi.  Verð kr. 6.000,- 

Vinsamlegast hafið gjaldið tilbúið í reiðufé í bílnum á leiðinni þar sem gjaldkerinn mun innheimta það. Eins og venjulega verður unnt að geyma sundföt og annan farangur í rútunni meðan við göngum. Við vonumst til að sjá ykkur sem flest og takið nú með ykkur vini og vandamenn, það eru allir velkomnir.

Skráning hjá: Eiríki í síma 849-9895, Eygló 895-4645 og Magnúsi 895-6833 og hjá FÍ, netf. lilja@fi.is og fi@fi.is  og síminn þar er 568-2533.
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Bestu kveðjur.
Nefndin

Deila